Færslur: 2011 Febrúar

19.02.2011 20:00

Sögur af sjó og landi



Jón Jósepsson og Jósep um borð í Auði

M/b Auður djúpúðga ferst með tveim mönnum

 


Þann 24 mars árið 1961 lagði vélbáturinn Auður djúpúðga HU 12 á stað frá Skagaströnd og var ferðinni heitið til Akranes um borð bátnum voru tveir menn Karl Sigurðarson skipstjóri 47 ára Akranesi sem nýbúin var að kaupa bátinn af Kambakotsbræðrum og Bernódus Guðjónsson háseti 56 ára Akranesi. Þetta var önnur tilraun þeirra til að sækja bátinn í fyrra skiptið  bilaði eitthvað um borð. Veður var sæmilegt  þegar Auður fór frá Skagaströnd um morguninn suðvestan gola og sjólítið en þegar leið á daginn gekk í norðan og norðaustan hvassviðri á skammri stundu og herti veðrið stöðugt eftir því sem á daginn leið með stórsjó og snjókomu. Um klukka fjögur heyrðist síðast í Auði báturinn var þá á siglingu á stefnu fyrir Horn og sagði karl allt vera í lagi um borð. Ernst Berndsen á Karlskála sem var við talstöðina í landi var ekki rótt og leist ekki á að 10 tonna pungur og menn ókunnir bæði bát og sjóleiðinni reyndi siglingu fyrir Horn eins og veðrið var orðið og hvatti hann þá eindregið að snúa við og leita hafnar en meira gat hann ekki gert. Sigurður Árnason skipstjóri á M/b Sporði AK 10 hvatti karl líka til að snúa við því farið var að hreifa sjó inn í flóa þar var báturinn á netum. Þegar ekkert  heyrðist meira í bátnum þrátt fyrir ýtarleg köll voru gerðar ráðstafanir til leitar og haft samband við skip og báta. Ekki reyndist möguleg leit daginn eftir að bátnum vegna stórviðris Þá barst frétt að kona á Ísafirði taldi sig hafa heyrt seinni part dags 24 mars í útvarpi sínu á bátabylgju kall frá bátnum þar sem sagt var að eitthvað væri að en þetta var ekki staðfest.  26 mars gafst veður til  leitar bæði úr lofti og sjó en ekkert fannst var leit hætt og báturinn talin af. Aðfaranótt 27.mars taldi fólk á Skagaströnd sig sjá neyðaljós í vestri og var leit beint á hugsanlegan stað en ekkert fannst og var talið hugsanlegt að vitinn á Gjögri hefði villt sín. Þann 10 maí fannst flakið af Auði djúpúðgu í svokölluðum Smiðjuvíkurvogi en m/b Sædís frá Bolungavík var að huga að reka þegar þeir fundu flakið var báturinn botnlaus og vélarlaus en gúmbjörgunarbáturinn var óhreyfður á sínum stað eins fundust segl og matarílát. Líklegt þótti að Auður hefði strandað úti fyrir Smiðjuvík og sokkið en þar fyrir utan eru miklar grynningar og síðar borist upp í fjöru við stórbrim vélar og botnlaus M/b Auður djúpúðga var smíðuð í Hafnarfirði 1955 úr eik og furu 10 brl. með 44 ha. Kelvin díesel vél báturinn var seldur 29 maí 1958 Sigurði Árnasyni, Jóni Stefánssyni, Stefáni Stefánssyni, og Jósef Stefánssyni, Skagaströnd Báturinn hafði ekki verið umskráður þegar hann fórst en  hann var látin í skiptum fyrir stærri bát sem hét


Sporður AK 10 á netaveiðum árið 1961


Sporður AK 10 smíðaður á Ísafirði 1943 og man ég að Ensi á Karlskála sigldi honum til Skagastrandar frá Akranesi ásamt fleirum. Engin gögn finnast um Sporð AK 10 því báturinn  hét Andvari GK 174 samkvæmt skipaskrá og seldur 6 mars 1961 þeim Kambakotsbræðrum og hlaut nafnið Vísir HU 10. Auður djúpúðga ferst 18 dögum eftir undritun kaupsamnings sem aldrei var þinglýst og er eini báturinn á Íslandi sem hefur borið

einkennistafina DA 1 

 


Jósep, Sigurður, Bernódus og Jón


Rifjað upp í febrúar 2011 á Skersó

Valdi hún

              

 

 

15.02.2011 18:19

Sögur af sjó og landi



Þessi bátur er eins og Skíði HU 8 og hét Hafdís HU 4

M/B Skíði HU-8 ferst með tveim mönnum.

Að kvöldi 21 nóvember 1961 voru Skagastrandarbátarnir  Máni og Húni  að leggja í línuróður og þar sem veðurspá var ótrygg réru þeir frekar stutt eða vestur í miðflóa og þar var línan lögð. Minni bátarnir Svanur HU 4  Vísir HU 10 Skíði HU 8  og Guðrún HU 2 réru um nóttina Svanur og Skíði norður á skallarif en hinir styttra. Þegar kom fram á morguninn fór veður mjög að versna með miklum sjógangi og þegar leið á daginn höfðu allir bátar skilað sér til hafnar nema Skíði. Talstöðvar  samband var haft við Skíða um hádegi og sögðust  þeir bræður Sveinn og Hjörtur eiga eftir að draga í  þrjá bala höfðu slitið og væru að leita og ætluðu að hafa samband við land klukkan þrjú þetta var það síðasta sem til þeirra heyrðist. Mjög slæmt sjólag var komið við Skallan þegar Svanur sem var 15 tonn lagði á stað til lands á undan Skíða sem var 8 tonn og dældu þeir bræður Baldur og Júlli út olíu vegna slæms sjólags og til að hlífa sér og  bátnum sem var komin til aldurs. Voru þegar í stað gerðar ráðstafanir til leitar að Skíða og haft samband við varðskipið Óðinn sem var statt á Húnaflóa og leitaði það alla nóttina einnig leituðu Húni og Máni en allt kom fyrir ekki. Veður fór stöðugt versnandi og aðfaranótt 23 nóvember var komið ofsaveður og aðstæður til leitar mjög slæmar  Óðinn hélt áfram leit alla nóttina frá Skallarifi og inn undir Vatnsnes en ekkert fannst. Að kvöldi 24 nóvember taldi fólk á Blönduósi sig sjá neyðarblys út á flóa og fór Óðin á hugsanlegan stað og þrautleitaði og Húni líka en ekkert fannst . 24 nóvember voru sendir leitarflokkar á Vatnsnes og gengu fjörur þar fannst brak úr Skíða skammt frá bænum Gnýstöðum línubelgir merktir bátnum björgunarfleki úr korki og fleira brak einnig fannst línubauja merkt bátnum undan bænum Sauðá  á Vatnsnesi öll leit var mjög erfið þennan dag vegna ofsaveðurs og lentu leitarmenn í hrakningum en stórviðri gekk yfir landið næstu daga með tilheyrandi skemmdum við sjávarsíðuna. Skíði HU-8 var smíðaður á Akureyri 1956 úr eik og furu 8 brl með 54 ha Lister diesel  keyptur til Skagastrandar 12 júlí 1958 af bræðrunum  Kristjáni A Hjartarsyni og Sveini G Hjartarsyni síðar varð meðeigandi  þriðji bróðirinn Hjörtur A Hjartarson allir kenndir við Vík.  Kristján sá um beitningu í landi þegar báturinn fórst. Það er mikið áfall fyrir lítið sjávarpláss eins og Skagaströnd þegar sjóslys verða og strax um kvöldið 22 nóvember 1961 var flestum ljóst að Skíði hefði farist og margir hafa átt andvökunótt og morguninn eftir var iðjulaus stór hríð og ætlaði pabbi að mæta í vinnu eins og venjulega og fer út en kemur inn strax aftur og er mjög brugðið og segir fátt en mamma gengur á hann og þá segist hann hafa mætt  Víkurbræðrum þegar hann kom út á Fellsbrautina og þeir voru rennandi blautir og var þetta ekki í fyrsta skiptið sem pabbi taldi sig sjá það sem var öðrum hulið. Varð ég mjög hræddur og fór lítið út eftir að þetta stórviðri gekk niður hræddur við að mæta þeim bræðrum einhverstaðar. Það var enginn björgunarbátur um borð í Skíða heldur lítill korkfleki með neti í botni og var ekki auðlosaður og sagt var að nýr gúmmíbjörgunarbátur hafi verið komin á staðin og verið geymdur uppí Kaupfélagsskemmu. Hvort það hefði einhverju breytt verður aldrei svarað. Þessi atburður kemur alltaf upp í huga mér þegar ég heyri vinsælt dægurlag frá þessum tíma með Ricky Nelson ! Hello Mary Lou. Því ég sökkti mér niður í að hlusta á gömlu gufuna til að reyna gleyma stað og stund núna í ár eru liðin 50 ár frá þessum sorgardegi. Hjörtur A. Hjartarson var 35 ára að aldri Sveinn G.Hjartarson var 40 ára þeir voru báðir ókvæntir og barnlausir og þeir bjuggu í foreldrahúsum í Vík.  Á þessum árum voru þrír samskonar bátar á Skagaströnd. M/b Skíði HU 8  1956 Hafdís HU 4  1954 og Flugaldan ST 121.  1956.


Eigendur Skíða: Kristján, Hjörtur og Sveinn

Rifjað upp í febrúar 2011 á Skersó.

Valdi hún.

 












  • 1
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 240
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 205507
Samtals gestir: 22571
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 20:31:33