Gestabók

7.9.2011 kl. 15:15

Minning er mikils virði.

Erna og Þorvaldur. Ég skoða nú aðallega "Leiftrin frá fyrri tíð" á Skagaströnd. Það er mikill fengur af þessum myndum og er ykkur til sóma að koma þeim svona á framfæri.

Lárus Ægir Guðmundsson

24.11.2010 kl. 22:14

Að þú skyldir ekki lemja kallinn

Hún er lengri en mig grunti þessi saga en góð er hún.... Nú ef ég held áfram að panta sögur þá væri gaman að fá söguna af því þega reynt var að stela ávöxtum frá kokknum á fyrsta ARNARI

Þórarinn Br ingvarsson

3.10.2010 kl. 15:16

Fróðleg saga

Mögnuð saga um Betu....Gaman væri að lesa um þegar þú við annan mann þurftir að bíða frammundir hvalbak á leið inní Grindavík og ólögin dundu á ykkur

Þórarinn Br Ingvarsson

2.8.2010 kl. 10:42

Flott heimasíða

Mér líst vel á síðuna ykkar og alltaf er gaman að skoða gamlar myndir,ég tek undir með Jonna að það er skemmtilegra ef útskýringar fylgja myndunum,kveðja Stjáni.

Stjáni Blö

http://www.gullmolar.is

4.4.2010 kl. 20:35

Var að skoða gamlar myndir

Ég er systir Ólafar Þóru og var að skoða myndirnar ykkar váá hvað það var bæði skrítin tilfining að skoða þær og frábært líka að mynnast þess þegar við vorum að leika okkur saman :)
kveðja Kristín

Kristín Jóhannesdóttir

www.kristin-djupa.blog.is

26.10.2009 kl. 15:37

Kveðja að norðan.

Það er unnið alla daga um borð í Húna við að mála og ditta að. S.l. laugardag mættu 35 gestir í kaffi en það er kaffi alla laugardaga yfir vetrarmánuðina kl. 10 ef þið eða aðrir vinir eru á ferðinni.
kveðja Steini Pje

Þorsteinn Pétursson

huni.muna.is

19.10.2009 kl. 22:29

Myndir

Eru allar myndir komnar inn eða er bara biðstaða.

Ingi Einar Sigurbjörnsson

7.6.2009 kl. 16:26

afmæliskveðja

Til hamingju með daginn....

Jón Arn...

123.is/jonarn

5.6.2009 kl. 13:14

Til hamingju með daginn Valdi

Innilegar hamingjuóskir með sextugs afmælið.
Bestu kveðjur.

Axel Jóhann Hallgrímsson

http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/

10.5.2009 kl. 5:20

Sæl aftur

Ég er að reyna að koma til skila upplýsingum sem fóru forgörðum í fyrra innleggi.
http://axeljoh.123.is/

Axel Jóhann Hallgrímsson

http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/

8.5.2009 kl. 21:18

Sæl kæru hjón. Og til hamingju með þessa flottu síðu. Datt óvart inn á hana, og það fór alveg heillt kvöld í að skoða allar myndirnar, og á sko eftir að fara oft inn á þessa síðu og skoða myndirnar. Á mynd nr 108 í albúminu. Ennþá leiftrar. Er mynd af manni sem heitir Gvendur Júll, Getur verið að þetta sé pabbi hans Kalla vind. og þá afi minn?? Ef svo er þá er þetta í fyrsta skiptið sem ég sé mynd af honum.

Stjáni Kalla

11.4.2009 kl. 19:46

Sæl bæði tvö

Til hamingju með síðuna.
Ég hafði verulega gaman af myndunum, sérlega þótti mér vænt um myndina af honum fóstra þínum Valdi og honum Bubba mínum. Ég á eftir að skoða þessa síðu reglulega og setti á hana link frá minni síðu.
Takk fyrir.

Fyrrverandi fúll á móti.

Axel Jóhann Hallgrímsson

31.3.2009 kl. 20:36

Skemtileg heimasíða

ég rakst óvænt inn á þessa líka skemtilegu síðu og sá lika myndir af stór vini mínum honum gunnþóri við sigldum saman að m/s Írafossi fyrir c,a 13 +arum síðan.
Kveðja

Guðjón Ólafsson

www.123.is/gudjono

23.3.2009 kl. 7:33

Gaman að skoða þetta hjá ykkur, þið mættuð endilega skrifa við gömlu myndirnar hverjir eru á þeim

Jonni Þ

26.2.2009 kl. 11:24

Myndir af endurreisn Húna

Sæl bæði tvö.
Það væri gaman að sjá myndir af þeirri vinnu sem að fór í að gara Húna II að því sem hann varð eftir allt puðið

Þórarinn

29.1.2009 kl. 21:58

Til lukku með heimasíðuna..flott framtak..Gott að geta talið niður í partý ársins haha

Laufey Vilmundardóttir

29.1.2009 kl. 14:36

Til hamingju...

Flott síða, nú verður loksins hægt að hafa eftirlit með ykkur.. Kær kveðja....

gulli litli

http://gullilitli.blog.is/blog/gullilitli/

28.1.2009 kl. 19:14

Hæ hæ og velkomin á netið komin tími til

Haddý

1.1.2009 kl. 18:13

Gaman að sjá fleiri skagga hér inná.

Jón Arnarsson

123.is/jonarn

1.1.2009 kl. 10:48

Þessi síða verður uppáhalds;)

kæru vinir til hamingju með síðuna ykkar hún verður án efa hin mesta skemmtun
hlakka mikið til að fylgjast með. Kv Tóti.

Þórarinn Br Ingvarsson

31.12.2008 kl. 18:44

Gleðilegt ár

Sæl það verður án efa gaman að sjá og lesa hjá ykkur.

Árni Geir

Árni Geir

123.is/arnigeir

24.12.2008 kl. 16:48

Gleðileg jól

Sæl ágætu hjón í Firðinum. Til hamingju með nýju síðuna ykkar! Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Sjáumst vonandi á nýju ári. Kveðja úr Eyjum, Hrafn og Helga!

Hrafn og Helga í Eyjum

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 89747
Samtals gestir: 5834
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 03:08:21