21.03.2014 13:59

Lítið ljóð



Skafti Fanndal Jónasson

Litla ljósið

Ég ungur átti lítið ljós

sem  lifði í blárri skel.

Það fékk hjá sumum fagurt hrós

mér fannst það lýsa vel.

 

Og við þetta litla ljós

sem lýsti furðu vel.

Las ég sögur, líka ljóð

og lærði allt mitt kver.

 

Og um lítið ljós sem var

læt ég hugann sveima.

Hvað það góða birtu bar

í baðstofunni heima.

 

Skafti Fanndal Jónasson frá Fjalli.

 

 

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 171
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 552345
Samtals gestir: 44716
Tölur uppfærðar: 26.8.2025 03:28:42