Færslur: 2010 Desember

25.12.2010 16:41

Ótitlað

                                   
               Sögur af sjó og landi !

                     

                  Keli og Vinur.

Það er margt skrýtið í henni veröld ég keypti litla bók á markaði í Hafnarfirði á 100 krónur sem heitir 100 Hafnfirðingar og þegar ég opna hana fyrir miðju blasti við mynd af gömlum Skagstrendingi sem hét Þorkell Magnússon og átti heima í Goðhól (Hólabraut 10 í dag) og veit ég ekki betur en Keli eins og hann var alltaf kallaður hafi byggt það hús og fjárhús og hlöðu við hliðina  fyrir nokkrar kindur því Keli var mikill dýravinur og talaði við dýr eins og fólk. Á þessum tíma mátti segja að kindur og kýr væru í öðru hvoru húsi á Skagaströnd  og ótrúlega löng lestin þegar maður var að reka allar kýrnar á beit upp fyrir kerlingaholt. En Keli var útvegsbóndi líka og átti sína trillu hún var hvít á litinn tæpt tonn að stærð en ekki man ég hvort hún hét eitthvað og karlinn sótti sjóinn og undi glaður við sitt seinni árin vann hann í frystihúsinu hjá K.A.S.T. Ég bíst við að Keli hefði verði talin kvistur í lífstrénu í dag kvæntist ekki, hafði sérstakan talanda, blandaði lítið geði við aðra nema svartan hund sem hann eignaðist á síðustu æviárum sínum og nefndi Vin og er óhætt að segja að þeir urðu sko vinir og var oft gaman að hlusta á þeirra spjall sérstaklega ef Keli var rakur vildi þá stundum skerast í odda og grunar mig að Vinur hafi ekki verið allt of hrifin þegar sá gamli datt í það því þá gat hann verið ansi skömmóttur. Einu sinni var Keli að koma upp Fellsbrautina og vel rakur og fór eitthvað að munnhöggvast við Villa bróðir sem stóð innan við girðinguna á Fellsbraut 5 Hallgrímur Kristmundsson mætti Kela stuttu seinna og hafði heyrt að hann og Villi voru eitthvað að rífast og spurði hvað gekk á þá segir Keli o ég fleygði onum sko inn fyrir  girðinguna þetta heyrðum við og hlógum mikið af. Keli var lítill maður vexti og grannur og orðin lotin í herðum og bar þess greinilega merki að ekki hafði  verið mulið undir hann síðustu  æviárin dvaldi hann í góðu yfirlæti hjá Oddu frænku minni í Sunnuhlíð. Hann hefur átt heima í Hafnarfirði áður en hann kom á ströndina það kemur fram í umræddri bók og stundaði sjóinn eins og kemur fram í vísunni um hann undir myndinni en því miður er ekki farið rétt með fæðingadag og dánardag samkvæmt Íslendingabók.

Allskyns fleytum á fékk túr

oftast lund með glaða

Kneyfa flöskum kunni úr

Keli Þórustaða

Þorkell Magnússon var fæddur 27 júní 1894

Dáinn 30 ágúst 1968 jarðsungin í Spákonufellskirkjugarði og man ég ekki betur en gröfin væri tekin við girðingamörkin svo hægt væri að jarða Vin við fætur hans utan garðs og þar hvíla þeir nú vinirnir öllum gleymdir en eru mér ógleymanlegir. Og svona til gamans þá eru við Keli skyldir gegnum tvíbura sem voru fæddir 1615 .                                               
VALDI hún 25 desember 2010 á Skersó

  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 102
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 202942
Samtals gestir: 22162
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:50:10