28.02.2014 17:29

Sögur af skotum á landi 1967



Örn Berg Guðmundsson og Valdi hún um borð í Helgu Björgu 1966

Sögur af skotum á landi  1967

Sá  atburður sem hér verður sagt frá átti sér stað sumarið 1967 og endaði nokkuð sögulega svo ekki sé meira sagt söguhetjur voru eftirtaldir: Sigurður Pálmason Pálmalundi fæddur 1948. Örn Berg Guðmundsson (Assi) Höfðabrekku fæddur 1949. Og sögumaður Þorvaldur Hreinn Skaftason Fellsbraut 5 fæddur 1949 allir búsettir á Skagaströnd. Í þá daga tískaðist  almenn byssueign á meðal okkar strákanna og leifi fyrir skotvopnum lítt haft í heiðri og gengu byssur og skot kaupum og sölum milli manna eins og hver önnur nauðsynjavara og vantaði bara að byssur fengist í verslunum eins og Borg hjá Sigga Sölva kaupfélagi Skagstrendinga eða Andrésarbúðinni. Einu sinni sem oftar vorum við áður nefndir félagarnir að koma af einhverju ralli og allir uppábúnir og sótti á okkur mikil  löngun til að fara á gæsaskyttirí fram í Langadal um bjarta sumarnóttina ekki gafst tími til að hafa fataskipti bara gripnir þrír rifflar og skot og ekið á stað á Taunus 12m fólksbíl sem Siggi  Pálma átti en Assi var tekin við að keyra sjálfsagt vegna þess að hann var minnst fullur var nú skál og syngja fram að Fremstagili en þar fyrir neðan vegin við tjörnina töldum við okkur sjá bráð og stökk ég út úr bílnum til að komast í betra færi og stoppaði á vatnsbakkanum og bráðin örugglega löngu flogin burt. Siggi sat frammí bílnum hjá Assa og var með riffylin í höndunum og allt í einu sér Assi að hann er að miða á mig og hrópar ekki skjóta og varð það mér til lífs að ég heyrði hrópið og snéri mér við og um leið dett ég um koll og fann að ég hafði orðið fyrir skoti spratt ég á fætur og tók öryggið af rifflinum og beindi honum að Sigga og öskraði ætlar þú að skjóta aftur helvítis hálfvitinn þinn og þannig gekk ég upp að bílnum tilbúinn að skjóta. Siggi bara hló eins og hálfvitar gera en snögghætti þegar ég sýndi honum á mér hægri mjöðmina en þar stóðu út tvær blóðbunur með svona tíu cm. millibili og ljóst að kúlan hafði farið inn og út aftur mér létti töluvert við það og var nú snúið við í hasti og stefnan tekin á sjúkrahúsið á Blönduósi og Sigursteinn tróð einhverju í götin og var ekki par hrifin af því að vera vakin upp um miðja nótt og vildi láta kalla í lögreglu en ég neitaði að segja frá hvað kom fyrir svo engin lögga kom. Að lokum sagði Sigursteinn að það væri kraftaverk að ég hefði ekki verið drepin því kúlan kom svo nærri slagæð. Heldur var nú lágt risið á okkur félögunum á leið til Skagastrandar Sigga varð svo mikið um þegar hann sá blóðbunurnar að hann sagði ekkert einasta orð meira í túrnum og ég bullaði eitthvað um að sárast væri að níu jakkafötin mín væru ónýt en innst inni var okkur öllum illa brugðið. Sigurður Pálmason hvarf daginn eftir alfarinn frá Skagaströnd en ég lá í rúminu nokkra daga sárþjáður á sál og líkama og kom Helena Ottós ljósmóðir til mín og skipti um umbúðir reglulega því hún var mjög hrædd um að ég fengi blýeitrun í sárin. Þegar ég fór að skríða saman eftir þetta alltsaman fór ég eitt kvöldið í bíó í gömlu tunnunni bauð Kristján Hjartarson mig sérstaklega velkomin og sagði ég er hér með vísu og kvað við:

 

 Sigurður Pálmason

 

Því skal ekki lengur leynt

og ljótt er það með sanni.

Að sumir ekki geta greint.

Gæs frá ungum manni

 

 

Seinheppin er Sigurður

sá er ekki miðin á  

Því hlaut verslings Þorvaldur

það sem gæsin átti að fá.

 

 

Þorvaldur í fljóða fans

finnur sína gleði á ný

Nú má ekki í návist hans

nefna gæsaskytterí.

 

 

         

 

                                                                                              Það er hægt að segja með sanni að þetta eina skot hafi haft gríðarleg áhrif á líf mitt og hefur enn ég átti og á enn erfitt með svefn og sótti atvikið mjög í huga mér og spurningin ætlaði Siggi að drepa mig eða ekki hvað hefði skeð ef Assi hefði ekki kallað og ég hefði ekki snúið mér við og kúlan komið í mig miðjan ?  Og hef ég þurft að leita til fjölda lækna vegna svefn truflana og kvíðakasta eru allar líkur á að þær sé hægt að rekja til þessa atburðar og enn fæ ég slæman verk í mjöðmina og verð draghaltur ef snögg veðrabrigði verða yfir landinu. Við Siggi áttu frekar stirð samskipti í mörg ár og einhver tíman í Þórskaffi er þetta barst í tal okkur á milli á öðru glasi bar ég uppá hann að hafa ætlað að drepa mig. Það var fátt um svör hjá Sigurði sjómanni ! Nú hefur fennt í sporin okkar á milli og við ágætis kunningjar eins og í gamla daga.

Skersó  febrúar 2014  Valdi hún.

 

 

 

 

Önnur  og skemmtilegri saga á byssuárunum og skeði fram í Langadal líka. Þar var fullur bíll að byssubófum og við skál að sjálfsögðu, man ég eftir  Edda í Valhöll og Badda Þórarins. Allt í einu öskrar einhver minkur! minkur! og er bíllinn negldur niður og við stukkum út og hófst æðisgengin skothríð með haglabyssum og rifflum  á kvikindið sem átti enga undankomu auðið  féll þegar í valin á vegkantinum og var Baddi fyrstur á staðin og öskraði komið með hníf til að skera af skottið að sjálfsögðu voru greidd vegleg verðlaun fyrir svona aftökur í þá daga en bíðið við var þetta ekki eitthvað skrítin minkur ? Var nú hafin rannsókn á því sem eftir var að hræinu og niðurstaðan var sláandi einföld. Þetta var örugglega heimiliskötturinn á Geitaskarði  Blessuð sé minning hans. 

 

 

 

Einhver tíman vorum við Eddi í Valhöll á Fordinum hans sem var V8 gata tryllitæki árgerð 1953 að elta Sigurjón Adda sem var á Chervolet árgerð 1955. Þetta var að kveldi til og vorum við út við Ás á moldarveginum sem lá inn á strönd og vorum að sjálfsögðu með tvíhleypta haglabyssu no 12 í bílnum. Datt okkur þá í hug að taka höglin úr skotnum og skjóta á bílinn hjá Grjóna forhlaðinu en ekkert gekk að fá hann til að stoppa og ekkert dúndur heyrðist svo ég ákvað að setja bara alvöru skot í bæði hlaupin og vita hvort ekki kæmi almennilegur hvellur ég sat frammí og Eddi gerði sig líklegan til að aka fram úr sem var ekki hægt og ég miðaði hátt fyrir ofan bílinn hjá Grjóna því ekki var meiningin að drepa nokkurn mann og hleypti af og þvílíkt  dúndur ég hálfrotaðist um leið og ég flaug inn í bílinn því ég var hálfur út um glugga þegar ég skaut og byssan barði mig svo heiftarlega og ég vankaðist. Þegar ég hætti að sjá stjörnur tæmd ég vinstra hlaupið henti byssunni í aftursætið og hét að gera þetta aldrei aftur og hef staðið við það.  Seinna um kvöldið fer Eddi með byssuna inn í Valhöll og kemur út heldur brugðið byssan ónýt þá hafði hlaupið sprungið á tveim stöðum á hægra hlaupi og vantaði stór stykki í það og lánið sem lék við okkur var ekki lítið. Hefði ég skotið úr vinstra hlaupinu og það sprungið inn í bílinn er með öllu óvist að saga af þessu atviki hefði komið fyrir sjónir nokkurs manns. Það sem skeði var fíflaskapur með skotvopn og þekkingarleysi forhlöðin fóru aldrei fram úr hlaupunum og þau voru bæði stífluð því fór sem fór. Og kannski er þessi skothvellur ástæðan fyrir heyrnarskerðingu minni og slæmu eyrnasuði síðari ár. Hver veit. 

Skersó í febrúar 2014

Valdi hún

 

 


Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 203437
Samtals gestir: 22288
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:33:23